Átti besta afrek helgarinnar í aukagrein Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 07:30 Guðni Valur Guðnason vann besta afrekið á MÍ. FRÍ FH-ingar voru langsigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en það var ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason sem vann besta afrekið, samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira