Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 08:15 Nigel Casey við minnisvarðann í Moskvu. Sendiráð Breta í Rússlandi Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin. Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin.
Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira