Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 11:09 Abraham Lincoln þykir mestur og bestur forseta Bandaríkjanna. Getty Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. Efstir á lista voru Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt, George Washington, Theodore Roosevelt og Thomas Jefferson. Líkt og fyrr segir varð Donald Trump í 45. sæti í könnuninni, á eftir óvinsælum forsetum á borð við James Buchanan, Franklin Pierce og Andrew Johnson. Samkvæmt New York Times hefur röðum forsetanna í könnuninni breyst í gegnum tíðina, líklega eftir áherslum hvers tíma. Til að mynda megi líklega rekja það til aukinnar áherslu á jöfnuð óháð litarhætti að Barack Obama færist upp um níu sæti í sjöunda sætið. Sömu sögu megi segja um Ulysses S. Grant, sem leiddi Norðurríkin til sigurs í Þrælastríðinu og barðist gegn Ku Klux Klan. Hann færðist einnig upp um níu sæti á listanum og situr í sautjánda sæti. Það þarf varla að koma á óvart að uppröðunin er afar ólík eftir því hvar sagnfræðingarnir skipa sér í flokk en meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins er Ronald Reagan í fimmta sæti, George H.W. Bush í ellefta sæti, Obama í fimmtánda sæti og Biden í 30. sæti. Þá setja stuðningsmenn Demókrataflokksins Regan í átjánda sæti, Bush í nítjánda sæti, Obama í sjötta sæti og Biden í þrettánda sæti. Mestur er skoðanamunurinn þegar kemur að George W. Bush, sem Repúblikanar setja í nítjánda sæti en Demókratar í 33. sæti. NY Times segir einnig vert að geta þess að lítill munur er á því hvar fræðamennirnir raða Bill Clinton en hann er í tíunda sæti meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins og tólfta sæti meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins. Þetta má mögulega rekja til #metoo hreyfingarinnar og endurmats á arfleifð hans sem forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Efstir á lista voru Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt, George Washington, Theodore Roosevelt og Thomas Jefferson. Líkt og fyrr segir varð Donald Trump í 45. sæti í könnuninni, á eftir óvinsælum forsetum á borð við James Buchanan, Franklin Pierce og Andrew Johnson. Samkvæmt New York Times hefur röðum forsetanna í könnuninni breyst í gegnum tíðina, líklega eftir áherslum hvers tíma. Til að mynda megi líklega rekja það til aukinnar áherslu á jöfnuð óháð litarhætti að Barack Obama færist upp um níu sæti í sjöunda sætið. Sömu sögu megi segja um Ulysses S. Grant, sem leiddi Norðurríkin til sigurs í Þrælastríðinu og barðist gegn Ku Klux Klan. Hann færðist einnig upp um níu sæti á listanum og situr í sautjánda sæti. Það þarf varla að koma á óvart að uppröðunin er afar ólík eftir því hvar sagnfræðingarnir skipa sér í flokk en meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins er Ronald Reagan í fimmta sæti, George H.W. Bush í ellefta sæti, Obama í fimmtánda sæti og Biden í 30. sæti. Þá setja stuðningsmenn Demókrataflokksins Regan í átjánda sæti, Bush í nítjánda sæti, Obama í sjötta sæti og Biden í þrettánda sæti. Mestur er skoðanamunurinn þegar kemur að George W. Bush, sem Repúblikanar setja í nítjánda sæti en Demókratar í 33. sæti. NY Times segir einnig vert að geta þess að lítill munur er á því hvar fræðamennirnir raða Bill Clinton en hann er í tíunda sæti meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins og tólfta sæti meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins. Þetta má mögulega rekja til #metoo hreyfingarinnar og endurmats á arfleifð hans sem forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira