Segist frekar finna skyndikynni en sambönd á forritunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 07:01 Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee, ræðir á einlægum nótum um míní hjáveituna, andlega heilsu, Æði þættina, ástina og fleira í Einkalífinu. Vísir/Hulda Margrét „Ég hata alveg deiting dæmið hérna heima,“ segir Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni hefur aldrei farið á stefnumót og segir að stefnumótaforrit séu meira fyrir skyndikynni en samband. Hér má sjá viðtalið við Binna í heild sinni: Binni er alinn upp á Akureyri en flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum til að taka fullan þátt í raunveruleikaseríunum Æði. Hann elskar núna að búa í Reykjavík þó að það hafi verið erfitt fyrir hann í fyrstu. Binni skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hann varð vinsæll áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum Snapchat. Þar byrjaði hann að sýna frá alls kyns förðun og var meðal annars með vinsælan lið sem hét Mask Monday. Fer sáttur frá borði Nokkrum árum síðar fékk hann boð um að vera með í raunveruleikaþáttunum Æði en treysti sér þó ekki til að vera með í fyrstu seríunni. Hann er ótrúlega þakklátur fyrir það að hafa kýlt á að vera með í seríu tvö. Nýlega fór fimmta og jafnframt síðasta sería af þáttunum í loftið á Stöð 2. Aðspurður hvernig tilfinningin sé svarar Binni: „Þetta er alveg komið gott, allavega hjá mér. Ég er glaður með það sem ég gerði.“ Skot fyrir mynd og einn besti dagur lífsins Athyglin sem fylgdi vinsældum þáttanna var á tímum yfirþyrmandi að sögn Binna en á sama tíma finnst honum jákvætt að fimm hommar hafi getað tekið mikið pláss og verið áberandi í samfélaginu. „Mér leið svo skringilega. Ég var kominn í sjónvarp og allt í einu bara orðinn raunveruleikastjarna. Ég hef alltaf verið ótrúlega feiminn og ég er með mjög mikinn félagskvíða. Þannig að þetta var mjög erfitt. En ég er svo fegin að hafa haldið áfram og orðið að manneskjunni sem ég er í dag. Ég reyndi líka aldrei að verða samfélagsmiðlastjarna eða raunveruleikastjarna. Þetta bara gerðist allt.“ Hann segist mest finna fyrir áreitinu sem því fylgir á djamminu. „Fólk er mikið að koma upp að manni. Mér finnst það samt alveg skemmtilegt líka. En þegar fólk biður um mynd þá segi ég alltaf já, ef þú kaupir skot fyrir mig,“ segir hann kíminn. Æði strákarnir tóku þátt í Pride árið 2022 þar sem þeir voru allir saman á vagni. Binni segist sannarlega sjá fyrir sér að gera það aftur þó að hann hafi verið svolítið kvíðinn fyrir því. „Þegar það er mikið af fólki þá finn ég bara sjálfkrafa fyrir því í líkamanum. En maður fann fyrir svo miklum stuðningi og þetta var einn besti dagur lífs míns.“ Binni Glee og Patrekur Jaime eru æskuvinir.Hulda Margrét/Vísir Erfitt val um uppáhalds Æðibitann Þegar hann er beðinn um að velja uppáhalds manneskjuna sína úr Æði svarar Binni: „Úff, ég vil ekkert beef við strákana. Það er alveg auðvelt að lenda í beef-i. Ég og Patti höfum verið bestu vinir síðan við vorum krakkar. En mér fannst mjög skemmtilegt að kynnast Bassa samt líka þannig að ég myndi segja hann en Patti er samt svona my number one.“ Þeir eru allir mjög góðir vinir þó að það geti verið stutt í dramað. „Þegar við erum búnir að vera lengi að taka upp þá fáum við smá leið á hver öðrum og tölum ekki saman eða hittumst í svolítinn tíma. Við tökum alltaf smá pásu inn á milli til að anda smá. Svo vorum við náttúrulega allir að vinna á sama vinnustað um tíma, á Hrafnistu. Þetta varð bara allt of mikið, við erum alltaf bestu vinir en við þurfum alltaf pásu. Sérstaklega eftir seríu fimm, það var alveg drama. Úff.“ Aldrei orðið ástfanginn Binni er mjög rólegur þegar að það kemur að ástarmálunum. „Ég hef ekki fundið einhvern gæja þar sem ég er bara ómægad I love him. Ég er líka ekkert að flýta mér, ég er bara að leika mér og hafa gaman. Ég er fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Því If you can’t love yourself how the hell are you gonna love somebody else,“ segir Binni og vitnar í sögulega setningu úr raunveruleikaþáttunum RuPaul’s Drag Race. „Markmiðið mitt var alltaf að læra fyrst að elska sjálfan mig og svo get ég fundið einhvern annan.“ Aðspurður hverju hann leiti að í draumaprinsinum segir hann: „Vá, ég veit það ekki. Bara einhver sem er skemmtilegur og góður. Ég er ekki með einhvern lista. Ef ég sé manneskju og ég fíla hana þá fíla ég hana.“ Binni er ekki hrifinn af deitmenningunni hérlendis og lýsir henni sem hrikalegri. „Ég er á Grinder og Tinder og Smitten og allt þetta. Grinder er svona homma forrit og maður er ekkert að finna samband þar, það er bara til að ríða. Ég hata alveg deiting dæmið hérna. Ég reyndar hef aldrei farið á deit og ég er ekki með neitt draumadeit.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna: Einkalífið Ástin og lífið Æði Tengdar fréttir Var hræddur um að pabbi sinn myndi hata sig Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. 20. febrúar 2024 07:01 „Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01 „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Binna í heild sinni: Binni er alinn upp á Akureyri en flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum til að taka fullan þátt í raunveruleikaseríunum Æði. Hann elskar núna að búa í Reykjavík þó að það hafi verið erfitt fyrir hann í fyrstu. Binni skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hann varð vinsæll áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum Snapchat. Þar byrjaði hann að sýna frá alls kyns förðun og var meðal annars með vinsælan lið sem hét Mask Monday. Fer sáttur frá borði Nokkrum árum síðar fékk hann boð um að vera með í raunveruleikaþáttunum Æði en treysti sér þó ekki til að vera með í fyrstu seríunni. Hann er ótrúlega þakklátur fyrir það að hafa kýlt á að vera með í seríu tvö. Nýlega fór fimmta og jafnframt síðasta sería af þáttunum í loftið á Stöð 2. Aðspurður hvernig tilfinningin sé svarar Binni: „Þetta er alveg komið gott, allavega hjá mér. Ég er glaður með það sem ég gerði.“ Skot fyrir mynd og einn besti dagur lífsins Athyglin sem fylgdi vinsældum þáttanna var á tímum yfirþyrmandi að sögn Binna en á sama tíma finnst honum jákvætt að fimm hommar hafi getað tekið mikið pláss og verið áberandi í samfélaginu. „Mér leið svo skringilega. Ég var kominn í sjónvarp og allt í einu bara orðinn raunveruleikastjarna. Ég hef alltaf verið ótrúlega feiminn og ég er með mjög mikinn félagskvíða. Þannig að þetta var mjög erfitt. En ég er svo fegin að hafa haldið áfram og orðið að manneskjunni sem ég er í dag. Ég reyndi líka aldrei að verða samfélagsmiðlastjarna eða raunveruleikastjarna. Þetta bara gerðist allt.“ Hann segist mest finna fyrir áreitinu sem því fylgir á djamminu. „Fólk er mikið að koma upp að manni. Mér finnst það samt alveg skemmtilegt líka. En þegar fólk biður um mynd þá segi ég alltaf já, ef þú kaupir skot fyrir mig,“ segir hann kíminn. Æði strákarnir tóku þátt í Pride árið 2022 þar sem þeir voru allir saman á vagni. Binni segist sannarlega sjá fyrir sér að gera það aftur þó að hann hafi verið svolítið kvíðinn fyrir því. „Þegar það er mikið af fólki þá finn ég bara sjálfkrafa fyrir því í líkamanum. En maður fann fyrir svo miklum stuðningi og þetta var einn besti dagur lífs míns.“ Binni Glee og Patrekur Jaime eru æskuvinir.Hulda Margrét/Vísir Erfitt val um uppáhalds Æðibitann Þegar hann er beðinn um að velja uppáhalds manneskjuna sína úr Æði svarar Binni: „Úff, ég vil ekkert beef við strákana. Það er alveg auðvelt að lenda í beef-i. Ég og Patti höfum verið bestu vinir síðan við vorum krakkar. En mér fannst mjög skemmtilegt að kynnast Bassa samt líka þannig að ég myndi segja hann en Patti er samt svona my number one.“ Þeir eru allir mjög góðir vinir þó að það geti verið stutt í dramað. „Þegar við erum búnir að vera lengi að taka upp þá fáum við smá leið á hver öðrum og tölum ekki saman eða hittumst í svolítinn tíma. Við tökum alltaf smá pásu inn á milli til að anda smá. Svo vorum við náttúrulega allir að vinna á sama vinnustað um tíma, á Hrafnistu. Þetta varð bara allt of mikið, við erum alltaf bestu vinir en við þurfum alltaf pásu. Sérstaklega eftir seríu fimm, það var alveg drama. Úff.“ Aldrei orðið ástfanginn Binni er mjög rólegur þegar að það kemur að ástarmálunum. „Ég hef ekki fundið einhvern gæja þar sem ég er bara ómægad I love him. Ég er líka ekkert að flýta mér, ég er bara að leika mér og hafa gaman. Ég er fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Því If you can’t love yourself how the hell are you gonna love somebody else,“ segir Binni og vitnar í sögulega setningu úr raunveruleikaþáttunum RuPaul’s Drag Race. „Markmiðið mitt var alltaf að læra fyrst að elska sjálfan mig og svo get ég fundið einhvern annan.“ Aðspurður hverju hann leiti að í draumaprinsinum segir hann: „Vá, ég veit það ekki. Bara einhver sem er skemmtilegur og góður. Ég er ekki með einhvern lista. Ef ég sé manneskju og ég fíla hana þá fíla ég hana.“ Binni er ekki hrifinn af deitmenningunni hérlendis og lýsir henni sem hrikalegri. „Ég er á Grinder og Tinder og Smitten og allt þetta. Grinder er svona homma forrit og maður er ekkert að finna samband þar, það er bara til að ríða. Ég hata alveg deiting dæmið hérna. Ég reyndar hef aldrei farið á deit og ég er ekki með neitt draumadeit.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna:
Einkalífið Ástin og lífið Æði Tengdar fréttir Var hræddur um að pabbi sinn myndi hata sig Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. 20. febrúar 2024 07:01 „Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01 „Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Var hræddur um að pabbi sinn myndi hata sig Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. 20. febrúar 2024 07:01
„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01
„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“ „Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 19. október 2023 07:01