Vann Ísland tvisvar á síðasta ári og á nú að bjarga Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Francesco Calzona fagnar hér sigri á íslenska landsliðinu og um leið sæti á EM í Þýskalandi. Getty/Christian Hofer Óhætt er að segja að þjálfarastóllinn hjá Napoli sé sá heitasti í dag. Ítölsku meistararnir ráku í gær sinn annan þjálfara á þessu tímabili og það aðeins tveimur dögum fyrir leik liðsins á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira