Faðirinn ákærður fyrir ofbeldi gegn norsku hlaupabræðrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:00 Bræðurnir Filip Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Henrik Ingebrigtsen hafa lengi verið í hópi bestu millivegahlaupara heims. Getty/Maja Hitij Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður af norsku lögreglunni fyrir að hafa beitt syni sína ofbeldi. Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Ingebrigtsen þjálfaði upp þrjá frábæra millivegahlaupara, Henrik, Jakob og Filip, sem allir urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn. Sá yngsti, Jakob, varð einnig Ólympíumeistari og heimsmeistari. Árið 2022 slitnaði upp úr sambandi bræðranna við föður sinn og þeir komu jafnframt fram og sögðu frá ofbeldi hans. Gjert var mikill harðstjóri og hefur nú sætt lögreglurannsókn í marga mánuði vegna málsins. Lögmaður hans, John Christian Elden, staðfesti ákæruna við norska ríkisútvarpið. Lögfræðingurinn gerði lítið úr ákærunni en lögfræðingur sona hans er ekki á sama máli. „Ég get staðfest það að það hefur verið lögð inn ákæra og að það sé rannsókn í gangi. Að mínu mati þá er þetta ekki eitthvað sem mun hverfa, þvert á móti,“ sagði Mette Yvonne Larsen, lögfræðingur Ingebrigtsen bræðranna, í samtali við norska ríkisútvarpið. Henrik, Jakob and Filip skrifuðu saman pistil í blaðið Verdens Gang þar sem þeir lýstu ofbeldi, óttastjórn og hótunum föður síns í uppeldinu. Hann var þjálfari þeirra í mörg ár eða þar til að þeir slitu sig frá honum veturinn 2022. Það var vitað að einn af fjölskyldumeðlunum hafði kært föður sinn fyrir ofbeldi. Hann sjálfur hefur hins vegar ávallt neitað því að hafa beitt syni sína ofbeldi. Dagbladet: Gjert Ingebrigtsen siktet for kroppskrenkelse https://t.co/362t7lYRVg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 19, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira