Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir tillögurnar og rætt við bæði ráðherra og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þá mætir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í myndver og fer yfir nýjan tón í umræðu um útlendingamál.

Grindavík var í dag opnuð upp á gátt fyrir íbúa og fyrirtæki. Við kíkjum þangað og heyrum í fólkinu sem ákvað að fara heim.

Vilyrði stærstu hluthafa Play um aukið hlutafé er yfirlýsing um traust segir forstjóri flugfélagsins. Við heyrum í honum og ræðum við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, sem fylgdist með réttarhöldum í máli Julians Assange í dag. Þá kíkjum við einnig með borgarstjóra í Kolaportið sem á að flytja og í Íslandi í dag kynnumst við sænskri poppstjörnu sem varð heimsfræg á einni nóttu en lifir nú venjulegu lífi í Garðabæ.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×