Innlent

Kalt vatn til hafnar­svæðisins í Grinda­vík á fimmtu­dag

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Grindavíkurbær og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa unnið að viðgerðunum.
Grindavíkurbær og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa unnið að viðgerðunum. Vísir/Sigurjón

Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 

Fram kemur á vefsíðu Grindavíkurbæjar að fyrstu svæðin sem áætlað er að hleypa köldu vatni á séu niður við Grindavíkurhöfn, svæði 1, 2 og 3 á meðfylgjandi mynd. 

Grindavíkurbær

Þá segir að við áhleypingu sé fyrst skolað út úr lögnunum áður en þrýstingur sé byggður í dreifikerfinu. Því þurfi inntakslokar kaldavatnsins í fasteignum að vera lokaðir í upphafi. 

Mikilvægt sé að hafa í huga að áreiðanleiki viðgerðar undir nýja hrauninu er ekki þekktur og því gæti viðgerð brugðist og vatnið farið aftur af.

Athygli er vakin á því að dreifikerfi vatnsveitunnar innanbæjar kunni að leka eftir jarðhræringarnar. Það muni skýrast á næstu dögum hvort viðgerð haldi, eftir að fullur þrýstingur er kominn á kerfið. Ákvörðun um það að setja kalt vatn á fleiri svæði og í hvaða röð verði svo tekin í framhaldinu.


Tengdar fréttir

Um 400 manns í Grindavík í dag

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim.

Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×