Rússíbanahagkerfið er óvinur heimilanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun