Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 12:14 Húsaleigan hljóðaði upp á 370 þúsund krónur. Myndin tengist fréttinni ekki með öðrum hætti en að á henni má sjá dæmi um borðplötur í eldhúsi. Unsplash Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar. Leigumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar.
Leigumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira