Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 12:14 Húsaleigan hljóðaði upp á 370 þúsund krónur. Myndin tengist fréttinni ekki með öðrum hætti en að á henni má sjá dæmi um borðplötur í eldhúsi. Unsplash Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar. Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar.
Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira