Óttast hallarbyltingu í Félagi eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 13:42 Mikill hugur er í eldri borgurum. Aðalfundur félags Eldri borgara er að hefjast og óttast menn nú að eldri armur Sjálfstæðisflokksins vilji leggja félagið undir sig. Vísir/Samsett Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram nú klukkan 14. Ábendingar hafa borist um að deild úr Sjálfstæðisflokknum hyggist yfirtaka félagið. „Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns. Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns.
Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira