Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 14:02 Xabi Alonso fagnar hér frábærum sigri Bayer Leverkusen á Bayern München á dögunum. Getty/Jörg Schüler Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Thomas Tuchel mun hætta þjálfun Bayern München eftir tímabilið og þar með er Bayern í þjálfaraleit eins og bæði Liverpool og Barcelona. Sky Sports segir frá því að Xabi Alonso sé efstur á óskalista Bayern yfir mögulegan þjálfara. Liverpool hefur mikinn áhuga á því að Xabi taki við Liverpool liðinu af Jürgen Klopp. Stuðningsmennirnir óska sér ekkert annað og það voru sögusagnir um það að viðræður væru á byrjunarstigi. Xabi er á góðri leið með því að gera Bayer Leverkusen að þýskum meisturum í fyrsta skiptið. Leverkusen vill örugglega halda honum en það er hætt við því að stóru klúbbarnir heilli þennan metnaðarfulla þjálfara. Xabi þekkir mjög vel til hjá bæði Liverpool og Bayern München. Xabi spilaði með Liverpool í fimm ár en hann endaði ferilinn hjá Bayern þar sem hann lék frá 2014 til 2017. Eins og staðan er í dag eru Liverpool og Bayern á ólíkum stað. Klopp er kominn vel af stað með endurnýjun Liverpool liðsins og skilur því við liðið á góðum stað. Hjá Bayern þarf hins vegar að taka mikið til í leikmannahópnum og taka inn fullt af ferskum fótum. Gengi liðsins hefur verið skelfilegt og það eru margir leikmenn sem eru á lokasprettinum á þessu getustigi. Það verður fróðlegt að sjá hvort verkefnið heilli Spánverjann meira en það er ljóst að hann getur valið á milli starfa. Fyrstu fréttir frá Bayern eru að þeir séu bjartsýnir á að fá hann í starfið hjá sér. Liverpool fólk svitnar því örugglega aðeins yfir fréttunum frá Þýskalandi enda himin og haf á milli plans A og plans B í þjálfaraleit Liverpool. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira