„Völlurinn og liðið breyttu leiknum í sameiningu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 22:31 Klopp fagnaði vel með stuðningsmönnum Liverpool í leikslok. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður eftir sigur Liverpool á Luton Town í kvöld en toppliðið var 1-0 undir í hálfleik. Hann sagði liðið ekki vera sigurstranglegra fyrir úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea á sunnudag. Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“ Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
Liverpool var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld en líkt og svo oft áður undir stjórn Klopp náði liðið að snúa við blaðinu og tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Virgil Van Dijk og Cody Gakpo skoruðu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleiknum þar sem þeir leikurinn snerist áður en Luis Diaz og Harvey Elliott bættu mörkum við. „Ég var ánægður með margt í fyrri hálfleik. En ég sá að strákarnir og áhorfendur voru ekki eins ánægðir. Við byrjuðum ágætlega og þú þarft að venjast andstæðingnum. Síðan skora þeir en það var allt í góðu þar til á síðasta þriðjungnum og þar vorum við að flýta okkur of mikið.“ 56' Liverpool 1-1 Luton58' Liverpool 2-1 Luton71' Liverpool 3-1 LutonThree goals in 15 minutes for the league leaders pic.twitter.com/i00prJBD1O— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 „Ég sagði strákunum að þetta væri toppleikur og að við yrðum að vera yfirvegaðri á lykilaugnablikum. Síðan komu flugeldar og frábær mörk. Frábært kvöld og þetta var mjög gott.“ Luis Diaz fór illa með færi í byrjun leiks en tókst að skora þriðja markið sem gekk endanlega frá leiknum. „Hann skoraði og Cody Gakpo, hvílíkur leikur og hjá Ryan Gravenberch líka. Þeir voru allir frábærir. Caoimhin Kelleher þurfti að berjast gegn átta eða níu mönnum til að ná boltanum í föstum leikatriðum.“ Luis Diaz's father celebrating his goal pic.twitter.com/Lqva9f8M4G— TheKop.com (@TheKop_com) February 21, 2024 Undir lokin komu ungu leikmennirnir James McConnell og Jayden Danns inn á völlinn og áttu þátt í fjórða marki liðsins. „Krakkarnir komu inn og gerðu frábærlega. Það er gaman hvernig sagan og menningin kennir næstu kynslóð. Völlurinn og liðið breytti leiknum í sameiningu. Strákarnir eru tilbúnir og ég myndi ekki gera þetta ef þeir væru það ekki. Ég myndi ekki setja Bobby inn ef hann væri ekki klár. Það leit pínu út fyrir að leikmenn Luton væru búnir og ég treysti þeim einfaldlega vel.“ Seven #LFC players 21 years old or younger featured in the win vs Luton Town tonight. - Conor Bradley - Jarell Quansah - Harvey Elliott - Ryan Gravenberch- Bobby Clark - James McConnell - Jayden Danns The future is bright. pic.twitter.com/rwIb1b8im7— Bence Bocsák (@BenBocsak) February 21, 2024 Margir lykilmenn voru frá vegna meiðsla hjá Liverpool og óljóst hvort einhverjir þeirra verði komnir til baka þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. „Við vitum ekkert. Við þurfum að sjá en ég hef sagt að svo lengi sem við erum með ellefu leikmenn þá reynum við. Verðum við sigurstranglegri? Nei, klárlega ekki. Síðan við spiluðum við Chelsea síðast hafa þeir bætt sig mikið og þetta verður erfitt.“
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira