Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 06:22 HMS segir eina umsókn um byggingarleyfi vegna sjókvía hafa borist 3. nóvember síðastliðin en hún sé enn í vinnslu. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, sagði í samtali við BB að Arctic Fish hefði tekið þá ákvörðun fyrir allnokkru að sækja um byggingarleyfi fyrir sjókvíar á eldissvæði við Sandeyri í Ísafjarðardjúpi og komin væri tilkynning frá HMS um að leyfið væri tilbúið. Umsóknarferlið hefði tekið langan ti´ma þar sem stjórnvöld hefðu í raun ekki verið tilbúin til að fá umsóknir. Þá var haft eftir Daníel að hann teldi að ný krafa um byggingarleyfi myndi ekki hafa áhrif á afgreiðslu umsóknar félagsins um laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem leyfið væri í höfn. Fullyrðingar Daníels virðast ekki standast skoðun ef marka má svör HMS við fyrirspurn fréttastofu. „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Stofnunin tilkynnti í síðustu viku um breytta stjórnsýsluframkvæmd þar sem segir að frá og með 15. febrúar verði gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga,“ segir í svari HMS, sem kom frá Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra. Fréttastofa spurði einnig að því hvort að einhverjar umsóknir hefði borist. „Engin byggingarleyfi hafa verið gefin út af stofnuninni en ein umsókn hefur verið í úrvinnslu og barst hún þann 3. nóvember sl. Er hún enn til vinnslu. Samhliða því vinnur stofnunin að því að útfæra málsmeðferð og verkferla vegna leyfisveitingarinnar, en sjókvíar eru ekki hefðbundin mannvirki og þurfti því að aðlaga ferla að því.“ Því var ekki svarað með beinum hætti hvort HMS hefði sent Arctic Fish tilkynningu þess efnis að byggingarleyfi til handa fyrirtækinu væri tilbúið. Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, sagði í samtali við BB að Arctic Fish hefði tekið þá ákvörðun fyrir allnokkru að sækja um byggingarleyfi fyrir sjókvíar á eldissvæði við Sandeyri í Ísafjarðardjúpi og komin væri tilkynning frá HMS um að leyfið væri tilbúið. Umsóknarferlið hefði tekið langan ti´ma þar sem stjórnvöld hefðu í raun ekki verið tilbúin til að fá umsóknir. Þá var haft eftir Daníel að hann teldi að ný krafa um byggingarleyfi myndi ekki hafa áhrif á afgreiðslu umsóknar félagsins um laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem leyfið væri í höfn. Fullyrðingar Daníels virðast ekki standast skoðun ef marka má svör HMS við fyrirspurn fréttastofu. „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Stofnunin tilkynnti í síðustu viku um breytta stjórnsýsluframkvæmd þar sem segir að frá og með 15. febrúar verði gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga,“ segir í svari HMS, sem kom frá Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra. Fréttastofa spurði einnig að því hvort að einhverjar umsóknir hefði borist. „Engin byggingarleyfi hafa verið gefin út af stofnuninni en ein umsókn hefur verið í úrvinnslu og barst hún þann 3. nóvember sl. Er hún enn til vinnslu. Samhliða því vinnur stofnunin að því að útfæra málsmeðferð og verkferla vegna leyfisveitingarinnar, en sjókvíar eru ekki hefðbundin mannvirki og þurfti því að aðlaga ferla að því.“ Því var ekki svarað með beinum hætti hvort HMS hefði sent Arctic Fish tilkynningu þess efnis að byggingarleyfi til handa fyrirtækinu væri tilbúið.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19. febrúar 2024 10:00