Alves var handtekinn í ársbyrjun 2023 fyrir að hafa nauðgað konu á skemmtistað á gamlársdag 2022.
Hinn fertugi Alves hefur nú verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi af hæstarétti í Katalóníu.
Auk þess að fá fangelsisdóm þarf Alves að greiða konunni 150.00 evrur, eða tæplega 22 og hálfa milljón íslenskra króna.
Alves hefur neitað sök og lögmaður hans fór fram á að málinu yrði vísað frá. Hægt er að áfrýja dómnum.