Sport

Dag­skráin í dag: Dregið í Evrópu- og Sam­bands­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í dag.
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í dag. Ajax

Dregið er í næstu umferð Evrópu- og Sambandsdeilda karla í knattspyrnu í dag. Þá sýnum við frá stórleik í ensku B-deildinni, íslenskum körfubolta, golfi, Formúlu 1 og íshokkí.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 19.05 er leikur Fjölnis og Skallagríms í 1. deild karla í körfubolta á dagskrá.
  • Klukkan 21.10 er Heiðursstúkan á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 11.00 er dregið í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu.
  • Klukkan 12.00 er svo dregið í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu.
  • Klukkan 19.35 er leikur Bologna og Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá.
  • Klukkan 03.00 er Honda-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni og fer fram í Tælandi.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 11.00 er African Amateur Championship-mótið í golfi á dagskrá.

Vodafone Sport

  • Klukkan 06.55 er æfing fyrir komandi keppni í Formúlu 1 á dagskrá. Klukkan 17.20 er leikur Holstein Kiel og St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu á dagskrá.
  • Klukkan 19.55 er komið að stórleik Leeds United og Leicester City í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Bæði lið stefna upp í ensku úrvalsdeildina.
  • Klukkan 00.05 er leikur Columbus Blue Jackets og Buffalo Sabres í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×