Gestirnir í Melsungen voru betri framan af leik og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 12-14. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik á fjórum mörkum í röð og þar með sveiflaðist pendúllinn.
Mest komust heimamenn fjórum mörkum yfir en þegar lokaflautið gall var munurinn tvö mörk, lokatölur 33-31.
Elvar Örn Jónsson var magnaður í liði Melsungen og skoraði 8 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark.
Melsungen er í 5. sæti með 29 stig að loknum 22 leikjum.