Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:28 Eldurinn breiddist hratt út og ekkert virðist eftir nema burðarvirkið. Getty/Manuel Queimadelos Alonso Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði. Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði.
Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41