Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea á árunum 2000-06 og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. getty/Ben Radford Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira