Orkuskipti nást ekki án markaðslausna Jón Skafti Gestsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun