Orkuskipti nást ekki án markaðslausna Jón Skafti Gestsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar