Barcelona tímabundið í annað sæti eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 17:15 Börsungar skoruðu fjögur í dag. EPA-EFE/Andreu Dalmau Barcelona lagði Getafe örugglega í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 heimaliðinu í vil. Börsungar hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og hefur Xavi, þjálfari liðsins, ákveðið að láta gott heita að tímabilinu loknu. Það var þó ekki að sjá að félagið ætti erfitt uppdráttar í dag en Getafe átti aldrei möguleika í dag. Brasilíski vængmaðurinn Raphinha kom Barcelona yfir eftir sendingu Jules Koundé þegar tuttugu mínútur voru liðnar. Það var eina mark fyrri hálfleiks en aðeins voru átta mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Börsungar gerðu svo gott sem út um leikinn. João Félix með markið eftir sendingu Andreas Christensen. Frenkie de Jong gulltryggði svo sigurinn nokkrum mínútum síðar eftir undirbúning Raphinha. Það var svo í uppbótartíma sem Fermín López bætti fjórða markinu við, lokatölur 4-0. Sigurinn lyftir Barcelona upp í 2. sæti La Liga með 57 stig, fimm stigum minna en topplið Real Madríd sem á leik til góða. Girona er svo í 3. sæti með 56 stig og á einnig leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Barcelona lagði Getafe örugglega í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 heimaliðinu í vil. Börsungar hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og hefur Xavi, þjálfari liðsins, ákveðið að láta gott heita að tímabilinu loknu. Það var þó ekki að sjá að félagið ætti erfitt uppdráttar í dag en Getafe átti aldrei möguleika í dag. Brasilíski vængmaðurinn Raphinha kom Barcelona yfir eftir sendingu Jules Koundé þegar tuttugu mínútur voru liðnar. Það var eina mark fyrri hálfleiks en aðeins voru átta mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Börsungar gerðu svo gott sem út um leikinn. João Félix með markið eftir sendingu Andreas Christensen. Frenkie de Jong gulltryggði svo sigurinn nokkrum mínútum síðar eftir undirbúning Raphinha. Það var svo í uppbótartíma sem Fermín López bætti fjórða markinu við, lokatölur 4-0. Sigurinn lyftir Barcelona upp í 2. sæti La Liga með 57 stig, fimm stigum minna en topplið Real Madríd sem á leik til góða. Girona er svo í 3. sæti með 56 stig og á einnig leik til góða.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti