Hinn nítján ára Forson gæti byrjað í fjarveru Højlund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 09:01 Omari Forson hendir sér í tæklingu í leik gegn Arsenal á undirbúningstímabilinu. EPA-EFE/JUSTIN LANE Meiðslavandræði Manchester United ætla engan endi að taka en í gær, föstudag, var staðfest að danski framherjinn Rasmus Højlund verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar. Í fjarveru Danans gæti hinn 19 ára gamli Omari Forson byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira