Morgunblaðið greinir frá þessu. Þar er farið yfir ævi Karls, sem ólst upp í Vesturbænum, stundaði nám við Miðbæjarskólann, Laugarnesskóla og Verzlunarskóla Íslands.
Karl stofnaði, ásamt eiginkonu sinni, verslunina Pelsinn, sem var rekin í rúmlega fjörutíu ár. Hann var jafnframt umsvifamikill í fasteignabransanum á Íslandi.
Þá æfði hann fótbolta hjá KR og spilaði með unglingalandsliði Íslands árið 1965.
Samkvæmt Morgunblaðinu lést Karl á Landspítalanum í Fossvogi þann 22. febrúar. Útför hans verður haldin í Hallgrímskirkju þann nítjánda mars.
Karl skilur eftir sig eiginkonu, Ester Ólafsdóttur. Börn hans eru Pétur Albert, Aðalbjörg, Aron Pétur, Styrmir Bjartur, Karlotta og Hrafntinna Viktoría.