Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs frá innrás; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fáum Samúel Karl Ólason fréttamann til okkar í myndver til að fara yfir stöðu stríðsins og líklegt framhald. 

Formaður Rafiðnaðarsambandsins útilokar ekki að Fagfélögin fari í samstarf við VR í kjaraviðræðum. Fagfélögin leggja nú grunn að verkfallsaðgerðum vegna hægagangs í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Breiðfylking og SA slitu fundi síðdegis og halda áfram viðræðum í Karphúsinu á morgun.

Fimm ára baráttu ungrar konu, með sjalgæfan taugasjúkdóm, við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður.

Þá kynnum við okkur ótrúlegt mál bandarísks áhrifavalds sem er fræg fyrir að deila uppeldisráðum. Hún var í vikunni dæmd í fjögurra til sextíu ára fangelsi fyrir illa meðferð á börnum sínum sex. Og Magnús Hlynur flytur okkur nýjustu tíðindi frá Tenerife.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×