Innlent

Heitt vatn komið á í Grinda­vík

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Framkvæmdir gengu vel í dag.
Framkvæmdir gengu vel í dag. HS Veitur

Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna.

HS Veitur greinir frá þessu í tilkynningu á síðu sinni á Facebook. Þar kemur fram að framkvæmdir hafi gengið vel. Hitaveitulögnin frá Svartsengi til bæjarins fór undir hraun í eldgosinu þann fjórtánda janúar og olli það umtalsverðum skemmdum á henni. Um helmingur þess heita vatns sem streymdi til bæjarins tapaðist á leiðinni. 

Lögnin sem var verið að tengja er ekki ný heldur var ákveðið að endurnýta eldri lögn sem var ekki í notkun. 

Lögn sem var ekki í notkun var endurnýtt til að gera hjáveitulögnina.HS Veitur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×