Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 07:00 Þorvaldur þakkar fyrir sig. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira