Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 10:01 Jürgen Klopp fagnar með enska deildabikarinn á Wembley í gær. Þetta var áttundi titill félagsins undir hans stjórn. Getty/Marc Atkins/ Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. Liverpool varð enskur deildabikarmeistari með 1-0 sigri á Chelsea á Wembley í gær en þetta var 68. titillinn í sögu félagsins. Hér er verið að alla unna bikara, bæði heima fyrir sem og í alþjóðlegum keppnum. Fyrirliðinn Virgil van Dijk skoraði eina mark leiksins á 118. mínútu en það vantaði ekki færin hjá báðum liðum þótt að mörkin yrðu ekki fleiri. Liverpool fagnaði vel titlinum enda var liðið mjög laskað í þessum leik og án fjölda lykilmanna í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Með þessum nýjasta bikar sínum komst Liverpool líka eins og áður sagði upp fyrir Manchester United en félögin voru jöfn fyrir leikinn í gær. United hafði jafnað við Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan þegar liðið vann enska deildabikarinn sen var 67. titilinn sem United kemur með heim á Old Trafford. Flestir titlar enskra félaga: 1: Liverpool 68 titlar 2: Man. United 67 3: Arsenal 49 4: Chelsea 34 5: Man City 34 6: Tottenham 26 7: Aston Villa 25 8: Everton 24 9: Newcastle 13 10: Nottingham Forest 13 Liverpool hefur unnið ensku deildina nítján sinnum, enska bikarinn átta sinnum og enska deildabikarinn tíu sinnum. Þá hefur liðið unnið sautján aðra titla heima fyrir og því alls 54 titla. Liðið hefur einnig unnið fjórtán alþjóðlega titla, þar af Evrópukeppni meistaraliða sex sinnum og heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni. Liverpool gæti enn bætt við titlum á þessu tímabili enda er liðið enn með í enska bikarnum, er í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar og á toppnum i ensku úrvalsdeildinni. Manchester United á enn möguleika á að því að verða enskur bikarmeistari og getur því jafnað við Liverpool takist lærisveinum Jürgen Klopp ekki að bæta við titlum á hans síðasta tímabili. Full story: https://t.co/f3Dqg7CZOg— SPORTbible (@sportbible) February 25, 2024 Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira
Liverpool varð enskur deildabikarmeistari með 1-0 sigri á Chelsea á Wembley í gær en þetta var 68. titillinn í sögu félagsins. Hér er verið að alla unna bikara, bæði heima fyrir sem og í alþjóðlegum keppnum. Fyrirliðinn Virgil van Dijk skoraði eina mark leiksins á 118. mínútu en það vantaði ekki færin hjá báðum liðum þótt að mörkin yrðu ekki fleiri. Liverpool fagnaði vel titlinum enda var liðið mjög laskað í þessum leik og án fjölda lykilmanna í úrslitaleiknum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Með þessum nýjasta bikar sínum komst Liverpool líka eins og áður sagði upp fyrir Manchester United en félögin voru jöfn fyrir leikinn í gær. United hafði jafnað við Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan þegar liðið vann enska deildabikarinn sen var 67. titilinn sem United kemur með heim á Old Trafford. Flestir titlar enskra félaga: 1: Liverpool 68 titlar 2: Man. United 67 3: Arsenal 49 4: Chelsea 34 5: Man City 34 6: Tottenham 26 7: Aston Villa 25 8: Everton 24 9: Newcastle 13 10: Nottingham Forest 13 Liverpool hefur unnið ensku deildina nítján sinnum, enska bikarinn átta sinnum og enska deildabikarinn tíu sinnum. Þá hefur liðið unnið sautján aðra titla heima fyrir og því alls 54 titla. Liðið hefur einnig unnið fjórtán alþjóðlega titla, þar af Evrópukeppni meistaraliða sex sinnum og heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni. Liverpool gæti enn bætt við titlum á þessu tímabili enda er liðið enn með í enska bikarnum, er í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar og á toppnum i ensku úrvalsdeildinni. Manchester United á enn möguleika á að því að verða enskur bikarmeistari og getur því jafnað við Liverpool takist lærisveinum Jürgen Klopp ekki að bæta við titlum á hans síðasta tímabili. Full story: https://t.co/f3Dqg7CZOg— SPORTbible (@sportbible) February 25, 2024
Flestir titlar enskra félaga: 1: Liverpool 68 titlar 2: Man. United 67 3: Arsenal 49 4: Chelsea 34 5: Man City 34 6: Tottenham 26 7: Aston Villa 25 8: Everton 24 9: Newcastle 13 10: Nottingham Forest 13
Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira