Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 11:55 Guðmundur J. Óskarsson er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Steingrímur Dúi Másson Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak GR lögðu úr höfn síðastliðinn fimmtudag og leituðu undan Suðausturlandi. „Skipin tvö fyrir austan komu til hafnar í gær og fyrradag og það var ekkert markvert að finna hjá þeim. Þessi litla loðnuganga á þeim slóðum var farin að sjást á Papagrunni og Lónsdýpi og því komin upp á grunnin allavega að einhverju leyti. Það varð ekkert vart við aðra göngu eins og vonast var eftir,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Þriðja fiskiskipið, Heimaey VE, sigldi á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þar voru vonir bundnar við að torfur gætu fundist norður af Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Siglingarferlar skipanna þriggja í loðnuleitinni. Heimaey VE er núna undan Vestfjörðum, Ásgrímur Halldórsson er kominn til Hafnar í Hornafirði og Polar Ammassak er kominn inn til Norðfjarðar.Hafrannsóknastofnun „Það hefur ekki orðið vart við neina loðnugöngu enn fyrir norðvestan land hjá Heimaey. Veðrið hefur verið að stríða þeim en engu að síður hafa þeir náð að vera við leit. Þeirra yfirferð mun halda áfram suður eftir næstu 2-3 daga sýnist okkur,“ segir Guðmundur. En hvað um framhaldið? Verður reynt meira þennan veturinn? „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um framhaldið. Rannsóknaskip okkar eru að fara í togararallið á næstunni kringum landið, Árni á miðvikudaginn og verður vestan til og Bjarni á mánudaginn og verður norðan lands, og verða því að vakta miðin að einhverju leyti með bergmálsmælana á upptöku. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt og verða fyrir austan og sunnan,“ svarar sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá siglingarferla skipanna. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak GR lögðu úr höfn síðastliðinn fimmtudag og leituðu undan Suðausturlandi. „Skipin tvö fyrir austan komu til hafnar í gær og fyrradag og það var ekkert markvert að finna hjá þeim. Þessi litla loðnuganga á þeim slóðum var farin að sjást á Papagrunni og Lónsdýpi og því komin upp á grunnin allavega að einhverju leyti. Það varð ekkert vart við aðra göngu eins og vonast var eftir,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Þriðja fiskiskipið, Heimaey VE, sigldi á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þar voru vonir bundnar við að torfur gætu fundist norður af Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Siglingarferlar skipanna þriggja í loðnuleitinni. Heimaey VE er núna undan Vestfjörðum, Ásgrímur Halldórsson er kominn til Hafnar í Hornafirði og Polar Ammassak er kominn inn til Norðfjarðar.Hafrannsóknastofnun „Það hefur ekki orðið vart við neina loðnugöngu enn fyrir norðvestan land hjá Heimaey. Veðrið hefur verið að stríða þeim en engu að síður hafa þeir náð að vera við leit. Þeirra yfirferð mun halda áfram suður eftir næstu 2-3 daga sýnist okkur,“ segir Guðmundur. En hvað um framhaldið? Verður reynt meira þennan veturinn? „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um framhaldið. Rannsóknaskip okkar eru að fara í togararallið á næstunni kringum landið, Árni á miðvikudaginn og verður vestan til og Bjarni á mánudaginn og verður norðan lands, og verða því að vakta miðin að einhverju leyti með bergmálsmælana á upptöku. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt og verða fyrir austan og sunnan,“ svarar sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá siglingarferla skipanna.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31