35 fermetrar á 220 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Hiti og rafmagn er innifalið í 220 þúsund krónum fyrir 35 fermetra innréttaðan bílskúr í póstnúmeri 104. Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. Um hundrað þúsund manns eru hluti af Facebook-síðunni Leiga sem er einn vettvangur fyrir fólk að auglýsa íbúðir til leigu. Ný íbúð var auglýst á síðunni í gær: „Til leigu 35m2 íbúð í 104 Reykjavík. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð sem er nýstandsett og leigist með öllum húsbúnaði, þ.e. rúm, sófi, sængur o.fl. Leiguverðið er 220þ.kr. á mánuði (hiti- og rafmagn innifalið) en til tryggingar á efndum á leigusamningi þarf leigutaki að greiða andvirði tveggja mánaða leigu, þ.e. 440þ.kr. Er laus frá og með 1. mars n.k. Eingöngu reglusamir aðilar aðilar koma til greina en reykingar eða dýrahald er ekki leyft.“ Er fólk beðið um að hafa samband með skilaboðum á Facebook. Auglýsingunni fylgja myndir þar sem sést að um er að ræða bílskúr sem hefur verið breitt í litla íbúð. 220 þúsund krónur fyrir 35 fermetra gefur fermetraverðið 6.300 krónur á fermetrann. Illa farið með fólk „Það er farið illa með þá sem þurfa þak yfir höfuðið,“ segir Garðar Örn Hinriksson fyrrverandi knattspyrnudómari á Facebook, einn þeirra sem rak augun í auglýsinguna. Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu árið 2023 var á bilinu 2.800 krónur til 4.200 krónur. Dýrast var að leigja á fermetrann í Vesturbæ Reykjavíkur en þar á eftir í miðbænum, Laugardalnum, Seltjarnarnesinu og Fossvoginum. Lægsta fermetraverðið var í póstnúmeri 103 og í póstnúmerum 201 og 203 í Kópavogi. Þar er fermetraverðið undir þrjú þúsund krónur en eignirnar þar eru heilt yfir stærri. Meðalfermetraverð í fyrra á höfuðborgarsvæðinu eftir póstnúmerum.HMS Ein slík er einmitt auglýst í Lækjarsmára í póstnúmeri 201 í Kópavogi. 350 þúsund krónur fyrir 94 fermetra. Rúmlega 3700 krónur á fermetrann. Við Granaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem meðalfermetraverðið var rúmar 4.200 krónur árið 2023, er innréttaður bílskúr í boði. 35 fermetrar fyrir 170 þúsund krónur á mánuði. Innifalið er rafmagn, hiti og Internet. Tæplega 4.900 krónur á fermetrann. Mikill áhugi virðist á íbúðinni. Sjötíu fermetra íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti kostar 270 þúsund krónur á mánuði. Hið sama má segja um 70 fermetra íbúð í Maríubakka 22 í Breiðholtinu. 270 þúsund króna leiga sem gerir 3.800 krónur á fermetrann. Á völlunum eru svo 60 fermetrar í boði fyrir 260 þúsund krónur sem svarar til 4300 króna á fermetrann. Eftirspurnin eftir íbúð á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er sama hvað boðið er upp á. Fjöldi fólks svarar auglýsingunum, sendir skilaboð á leigusala og ítrekar með ummælum við auglýsinguna til að auka líkurnar á að leigusalinn svari skilaboðunum. Þessi skemmtilega innréttaða 35 fermetra íbúð var fljót að fá leigjanda þótt 220 þúsund króna leigan svari til á sjöunda þúsund króna á fermetrann. En það eru ekki bara stórar íbúðir í Kópavogi. Þar er nú 35 fermetra stúdíóíbúð, innréttaður bílskúr, til leigu á 220 þúsund krónur á mánuði. Það svarar til tæplega 6.300 króna á fermetrann. Íbúðin fær reyndar mikið rós fyrir skipulag og rigndi fyrirspurnum yfir leigusalann. Þá eru auglýst herbergi til leigu í húsum og er leigan þar um og yfir hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir herbergið. Eitt slíkt er á Langholtsvegi. Fram kom í leiguskrá Hús- og mannvirkjastofnunar á dögunum að ef litið væri til höfuðborgarsvæðisins í heild sinni næmi miðgildi leiguverðs á hvern fermetra 3.269 krónur árið 2023 sem er 17% hærra en miðgildi fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fermetraverð eftir fjölda herbergja og staðsetningu.HMS Annars staðar á landinu var miðgildi verðs á leigu rétt rúmlega 2.000 kr. á fermetra. Líkt og sjá má á mynd hér að neðan má sjá marktækan mun á verði á fermetra eftir stærð íbúða og er það t.d. yfir 3.500 krónur fyrir tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu en undir 2.500 krónur fyrir fjögurra herbergja íbúð á sama svæði. Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Húsnæðismál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Um hundrað þúsund manns eru hluti af Facebook-síðunni Leiga sem er einn vettvangur fyrir fólk að auglýsa íbúðir til leigu. Ný íbúð var auglýst á síðunni í gær: „Til leigu 35m2 íbúð í 104 Reykjavík. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð sem er nýstandsett og leigist með öllum húsbúnaði, þ.e. rúm, sófi, sængur o.fl. Leiguverðið er 220þ.kr. á mánuði (hiti- og rafmagn innifalið) en til tryggingar á efndum á leigusamningi þarf leigutaki að greiða andvirði tveggja mánaða leigu, þ.e. 440þ.kr. Er laus frá og með 1. mars n.k. Eingöngu reglusamir aðilar aðilar koma til greina en reykingar eða dýrahald er ekki leyft.“ Er fólk beðið um að hafa samband með skilaboðum á Facebook. Auglýsingunni fylgja myndir þar sem sést að um er að ræða bílskúr sem hefur verið breitt í litla íbúð. 220 þúsund krónur fyrir 35 fermetra gefur fermetraverðið 6.300 krónur á fermetrann. Illa farið með fólk „Það er farið illa með þá sem þurfa þak yfir höfuðið,“ segir Garðar Örn Hinriksson fyrrverandi knattspyrnudómari á Facebook, einn þeirra sem rak augun í auglýsinguna. Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu árið 2023 var á bilinu 2.800 krónur til 4.200 krónur. Dýrast var að leigja á fermetrann í Vesturbæ Reykjavíkur en þar á eftir í miðbænum, Laugardalnum, Seltjarnarnesinu og Fossvoginum. Lægsta fermetraverðið var í póstnúmeri 103 og í póstnúmerum 201 og 203 í Kópavogi. Þar er fermetraverðið undir þrjú þúsund krónur en eignirnar þar eru heilt yfir stærri. Meðalfermetraverð í fyrra á höfuðborgarsvæðinu eftir póstnúmerum.HMS Ein slík er einmitt auglýst í Lækjarsmára í póstnúmeri 201 í Kópavogi. 350 þúsund krónur fyrir 94 fermetra. Rúmlega 3700 krónur á fermetrann. Við Granaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem meðalfermetraverðið var rúmar 4.200 krónur árið 2023, er innréttaður bílskúr í boði. 35 fermetrar fyrir 170 þúsund krónur á mánuði. Innifalið er rafmagn, hiti og Internet. Tæplega 4.900 krónur á fermetrann. Mikill áhugi virðist á íbúðinni. Sjötíu fermetra íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti kostar 270 þúsund krónur á mánuði. Hið sama má segja um 70 fermetra íbúð í Maríubakka 22 í Breiðholtinu. 270 þúsund króna leiga sem gerir 3.800 krónur á fermetrann. Á völlunum eru svo 60 fermetrar í boði fyrir 260 þúsund krónur sem svarar til 4300 króna á fermetrann. Eftirspurnin eftir íbúð á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er sama hvað boðið er upp á. Fjöldi fólks svarar auglýsingunum, sendir skilaboð á leigusala og ítrekar með ummælum við auglýsinguna til að auka líkurnar á að leigusalinn svari skilaboðunum. Þessi skemmtilega innréttaða 35 fermetra íbúð var fljót að fá leigjanda þótt 220 þúsund króna leigan svari til á sjöunda þúsund króna á fermetrann. En það eru ekki bara stórar íbúðir í Kópavogi. Þar er nú 35 fermetra stúdíóíbúð, innréttaður bílskúr, til leigu á 220 þúsund krónur á mánuði. Það svarar til tæplega 6.300 króna á fermetrann. Íbúðin fær reyndar mikið rós fyrir skipulag og rigndi fyrirspurnum yfir leigusalann. Þá eru auglýst herbergi til leigu í húsum og er leigan þar um og yfir hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir herbergið. Eitt slíkt er á Langholtsvegi. Fram kom í leiguskrá Hús- og mannvirkjastofnunar á dögunum að ef litið væri til höfuðborgarsvæðisins í heild sinni næmi miðgildi leiguverðs á hvern fermetra 3.269 krónur árið 2023 sem er 17% hærra en miðgildi fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fermetraverð eftir fjölda herbergja og staðsetningu.HMS Annars staðar á landinu var miðgildi verðs á leigu rétt rúmlega 2.000 kr. á fermetra. Líkt og sjá má á mynd hér að neðan má sjá marktækan mun á verði á fermetra eftir stærð íbúða og er það t.d. yfir 3.500 krónur fyrir tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu en undir 2.500 krónur fyrir fjögurra herbergja íbúð á sama svæði.
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Húsnæðismál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira