Þrenna Bowen sá um Brentford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:00 Kom, sá, skoraði og sigraði. Vince Mignott/Getty Images Jarrod Bowen var allt í öllu hjá West Ham United þegar Hamrarnir unnu 4-2 sigur á Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira