Þetta eru krakkarnir hans Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:00 Allir ungu leikmennirnir sem hafa farið í gegnum Liverpool akademíuna stilltu sér upp saman með bikarinn. @LFC Enski deildabikarinn sem Liverpool vann á sunnudaginn verður líklega alltaf minnst fyrir krakkana í Liverpool liðinu sem enduðu leikinn í forföllum allra lykilmannanna sem eru meiddir. Þegar lokaflautið gall á Wembley leikvanginum var meðalaldur leikmanna Liverpool inn á vellinum aðeins 22 ár. Meiðsli hafa gert knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp erfitt fyrir að stilla upp sínu sterkasta liði síðustu vikur en þýski stjórinn hefur getað leitað til ungra leikmanna félagsins. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hann tvítugi Harvey Elliott að spila en hann hefur verið í stóru hlutverki lengi. They may be Klopp's kids, but Liverpool have one of the very best leading them on the pitch in Virgil van Dijk. © pic.twitter.com/zZn591kHfV— 90min (@90min_Football) February 26, 2024 Breska ríkisútvarpið kynnti sér aðeins betur þessa ungu efnilegu leikmenn sem Jürgen Klopp treysti til að klára úrslitaleikinn á Wembley. Bobby Clark er 19 ára miðjumaður og sonur fyrrum úrvalsdeildarleikmanns en faðir hans Lee Clark spilaði með Newcastle, Sunderland og Fulham á sínum tíma. Bobby kom til Liverpool frá Newcastle árið 2021. Clark er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur spilað í mörgum stöðum framarlega á vellinum. Clark spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í 9-0 sigri á Bournemouth í ágúst 2022 og hefur aðeins fengið að koma inn á í leikjum á þessu tímabili. Conor Bradley er tuttugu ára hægri bakvörður sem hafði þegar slegið í gegn í forföllum Trent Alexander-Arnold í janúar. Hann er Norður-Íri sem kom til Liverpool árið 2021. Liverpool lánaði hann til Bolton í fyrravetur og hann var kosinn besti leikmaður félagsins á síðustu leiktíð. Í vetur hefur hann stimplað sig inn í aðallið Liverpool. Bradley skoraði sitt fyrsta deildarmark í 4-1 sigri á Chelsea og er með eitt mark og fimm stoðsendingar í tólf leikjum með Liverpool. Hann missti af leikjum á móti Arsenal og Burnley eftir að hafa misst föður sinn. Jayden Danns er átján ára framherji sem hefur verið hjá Liverpool alla tíð. Hann getur fetað í fótspor manna eins og Alexander-Arnold og Curtis Jones sem eru einnig Scouserar í gegn. Danns getur spilað á miðjunni eða í framlínunni. Hann lagði upp mark fyrir Harvey Elliott í sigri á móti Luton á dögunum. Hann er sonur fyrrum fótboltamanns og er yngstur af þeim sem komu við sögu í úrslitaleiknum. James McConnell er nítján ára miðjumaður sem kom til Liverpool frá Sunderland árið 2019. Hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liðinu aðeins sextán ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði 21 árs liðs félagsins. Hann fékk að spila fyrr í vetur á móti Brentford, Toulouse og Union SG og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í bikarleik á móti Norwich. Hann byrjaði hjá félaginu sem sóknarmiðjumaður en spilar nú sem sexa eða inn á miðri miðjunni. An Academy full of character pic.twitter.com/Hfd8a7hyxs— Liverpool FC (@LFC) February 25, 2024 Jarell Quansah er 21 árs gamall miðvörður. Hann hefur verið í akademíu Liverpool síðan hann var átta ára gamall. Hann var fyrirliði átján ára liðsins. Liverpool lánaði hann til Bristol Rovers á síðasta tímabili en hefur spilað talsvert með Liverpool á þessu tímabili. Hann hefur alls spilað tuttugu leiki og komið sterkur inn í meiðslum Joel Matip. Harvey Elliott er tvítugur og telst varla til þessa hóps nema kannski fyrir aldurinn. Hann hefur verið í flottu hlutverki hjá liðinu undanfarin tvö ár og hefur spilað yfir 80 leiki fyrir aðallið Liverpool þrátt fyrir ungan aldur. Elliott var stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri en byrjaði að æfa hjá Queens Park Rangers og færði sig svo yfir til Fulham. Liverpool keypti hann frá Fulham sumarið 2019. Hann kom næstum því ekkert við sögu 2019-20 tímabilið og leiktíðina á eftir var hann lánaður til Blackburn Rovers þar sem hann stóð sig mjög vel í b-deildinni. Síðustu tvö tímabil hefur Elliott aftur á móti verið að spila talsvert með aðalliði Liverpool. "The most special trophy I have ever won" Jurgen Klopp gave a very emotional interview after his #CarabaoCup win over Chelsea #BBCFootball #CHELIV pic.twitter.com/HG86aAcvPW— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira
Þegar lokaflautið gall á Wembley leikvanginum var meðalaldur leikmanna Liverpool inn á vellinum aðeins 22 ár. Meiðsli hafa gert knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp erfitt fyrir að stilla upp sínu sterkasta liði síðustu vikur en þýski stjórinn hefur getað leitað til ungra leikmanna félagsins. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hann tvítugi Harvey Elliott að spila en hann hefur verið í stóru hlutverki lengi. They may be Klopp's kids, but Liverpool have one of the very best leading them on the pitch in Virgil van Dijk. © pic.twitter.com/zZn591kHfV— 90min (@90min_Football) February 26, 2024 Breska ríkisútvarpið kynnti sér aðeins betur þessa ungu efnilegu leikmenn sem Jürgen Klopp treysti til að klára úrslitaleikinn á Wembley. Bobby Clark er 19 ára miðjumaður og sonur fyrrum úrvalsdeildarleikmanns en faðir hans Lee Clark spilaði með Newcastle, Sunderland og Fulham á sínum tíma. Bobby kom til Liverpool frá Newcastle árið 2021. Clark er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur spilað í mörgum stöðum framarlega á vellinum. Clark spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í 9-0 sigri á Bournemouth í ágúst 2022 og hefur aðeins fengið að koma inn á í leikjum á þessu tímabili. Conor Bradley er tuttugu ára hægri bakvörður sem hafði þegar slegið í gegn í forföllum Trent Alexander-Arnold í janúar. Hann er Norður-Íri sem kom til Liverpool árið 2021. Liverpool lánaði hann til Bolton í fyrravetur og hann var kosinn besti leikmaður félagsins á síðustu leiktíð. Í vetur hefur hann stimplað sig inn í aðallið Liverpool. Bradley skoraði sitt fyrsta deildarmark í 4-1 sigri á Chelsea og er með eitt mark og fimm stoðsendingar í tólf leikjum með Liverpool. Hann missti af leikjum á móti Arsenal og Burnley eftir að hafa misst föður sinn. Jayden Danns er átján ára framherji sem hefur verið hjá Liverpool alla tíð. Hann getur fetað í fótspor manna eins og Alexander-Arnold og Curtis Jones sem eru einnig Scouserar í gegn. Danns getur spilað á miðjunni eða í framlínunni. Hann lagði upp mark fyrir Harvey Elliott í sigri á móti Luton á dögunum. Hann er sonur fyrrum fótboltamanns og er yngstur af þeim sem komu við sögu í úrslitaleiknum. James McConnell er nítján ára miðjumaður sem kom til Liverpool frá Sunderland árið 2019. Hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liðinu aðeins sextán ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði 21 árs liðs félagsins. Hann fékk að spila fyrr í vetur á móti Brentford, Toulouse og Union SG og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í bikarleik á móti Norwich. Hann byrjaði hjá félaginu sem sóknarmiðjumaður en spilar nú sem sexa eða inn á miðri miðjunni. An Academy full of character pic.twitter.com/Hfd8a7hyxs— Liverpool FC (@LFC) February 25, 2024 Jarell Quansah er 21 árs gamall miðvörður. Hann hefur verið í akademíu Liverpool síðan hann var átta ára gamall. Hann var fyrirliði átján ára liðsins. Liverpool lánaði hann til Bristol Rovers á síðasta tímabili en hefur spilað talsvert með Liverpool á þessu tímabili. Hann hefur alls spilað tuttugu leiki og komið sterkur inn í meiðslum Joel Matip. Harvey Elliott er tvítugur og telst varla til þessa hóps nema kannski fyrir aldurinn. Hann hefur verið í flottu hlutverki hjá liðinu undanfarin tvö ár og hefur spilað yfir 80 leiki fyrir aðallið Liverpool þrátt fyrir ungan aldur. Elliott var stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri en byrjaði að æfa hjá Queens Park Rangers og færði sig svo yfir til Fulham. Liverpool keypti hann frá Fulham sumarið 2019. Hann kom næstum því ekkert við sögu 2019-20 tímabilið og leiktíðina á eftir var hann lánaður til Blackburn Rovers þar sem hann stóð sig mjög vel í b-deildinni. Síðustu tvö tímabil hefur Elliott aftur á móti verið að spila talsvert með aðalliði Liverpool. "The most special trophy I have ever won" Jurgen Klopp gave a very emotional interview after his #CarabaoCup win over Chelsea #BBCFootball #CHELIV pic.twitter.com/HG86aAcvPW— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira