Læknar í Kópavogi fá ekki að sinna sjúklingum fyrir norðan Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2024 13:15 Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar. Tveimur læknum með starfstöðvar í Kópavogi verður ekki leyft að mæta til Akureyrar inn á milli og sinna sjúklingum sínum þar. Forstjóri Heilsuverndar segir að þarna sé verið að mismuna sjúklingum eftir búsetu. Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur. Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur.
Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira