Innherji

For­stjóri Al­vot­ech væntir þess að stórir sölu­samningar klárist „á næstu vikum“

Hörður Ægisson skrifar
„Það mun klárlega draga til tíðinda á næstu mánuðum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, þegar hann er spurður um mögulega nýja samstarfssamninga við lyfjafyrirtæki vegna lyfja sem eru í þróun hjá íslenska félaginu.
„Það mun klárlega draga til tíðinda á næstu mánuðum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, þegar hann er spurður um mögulega nýja samstarfssamninga við lyfjafyrirtæki vegna lyfja sem eru í þróun hjá íslenska félaginu.

Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki.


Tengdar fréttir

Alvotech fær langþráð grænt ljós í Bandaríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar.

IFS verðmetur Alvotech 47 prósentum hærra en markaðurinn

IFS greining verðmetur gengi Alvotech 47 prósentum yfir markaðsverði. Fái fyrirtækið markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu af líftæknilyfinu Humira, sem er gigtarlyf, í febrúar hækkar verðmatið þannig að það verður næstum tvöfalt hærra en markaðsvirðið er um þessar mundir. „Líftæknilyfjamarkaðurinn hefur farið ört vaxandi, í raun allt frá upphafi, sem gerir markað fyrir hliðstæðulyf einnig mjög spennandi og eftirsóknarverðan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×