Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna sinnir hann verkefnum eftir þörfum og einblínir á það að hugsa vel um sig. Fari að gjósa næstu daga muni hann sinna því verkefni með almannavörnum.

Þegar hann fór í veikindaleyfi sagði Hjördís að ekki væri vitað hversu lengi hann þyrfti að vera frá og vísað til þess að mikið álag hefði verið á honum, og öðrum starfsmönnum almannavarna, allt frá heimsfaraldri Covid.
Á meðan Víðir var í leyfi skiptu starfsmenn almannavarna með sér verkefnum hans. Ekki náðist í Víði sjálfan.