Á málþinginu mun Stiglitz flytja erindi undir yfirskriftinni Freedom and Liberty: Perspectives from 21st Century Economics.
Stiglitz sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001 er nú prófessor við Columbia háskóla í New York. Hann var um skeið einn af efnahagsráðgjöfum Bill Clinton Bandaríkjaforseta og um tíma aðalhagfræðingur Alþjóðabankans.
Dagskrá málþingsins
- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, opnunarávarp.
- Joseph Stiglitz flytur erindið Freedom and Liberty: Perspectives from 21st Century Economics.
- Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og fundarstjóri, stýrir spurningum og svörum úr sal.
- Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lokar málþinginu með samantekt.
Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Streymi má sjá að neðan.