Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 20:30 Stefán Pálmason segir skaðleg áhrif nikótínpúðanotkunar óafturkræf. Vísir/Egill Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar. Í viðtali í Reykjavík síðdegis frá í dag segir Stefán að helsta afleiðing daglegrar nikótínpúðanotkunar sé það að tannholdið hörfi. Það geti valdið töluverðu lýti, segir hann. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar með langtímaáhrif nikótínpúðaneyslu sé þetta vandamál sem hrjáir munntóbaksnotendur í stórum stíl. Kemísk erting nikótínpúðana valdi öðruvísi skemmdum í gómnum en valdi skemmdum þó. „Menn voru náttúrlega mikið að nota þetta íslenska munntóbak og það var auðvitað mikill áverki á tannholdið. Þetta var sett í þessar sprautur og var miklu stærra um sig og grófara. Það var kannski meira áverki á tannholdið og meiri líkur á því að brjóta það niður,“ segir Stefán. „Aftur á móti valda nikótínpúðarnir miklu meiri kemískri ertingu. Maður finnur það þegar maður tekur þessa nikótínpúða í vörina að fólki svíður undan þessu og slímhúðin verður oft bólgin. Þetta veldur kannski aðeins öðruvísi áhrifum og kannski aðeins hægara niðurbroti á tannholdi en þetta veldur því samt að tannholdið hörfi með tímanum og það getur verið mjög erfitt að laga það,“ bætir hann við. Skaðinn gangi ekki tilbaka Hann segir jafnframt að dældir í tannholdinu gangi ekki tilbaka. Hægt sé að græða slímhúð annars staðar frá og setja yfir en að það sé erfitt að laga almennilega. Stefán segir einnig að það taki stundum ekki nema nokkra mánuði fyrir slíka dæld að myndast. Það fari eftir því hvernig tannhold það sé með og hvað það taki oft í vörina. Einnig spili inn í hvort það taki alltaf í vörina á sama stað eða skipti á milli svæða. „Þetta getur líka kveikt á ofnæmisviðbrögðum hjá sumum. Ég hef séð meira bera á því. Fólk fær í rauninni ofnæmisviðbrögð í varaslímhúðina og tannholdið,“ segir Stefán. Geti aukið líkur á illkynja breytingum Hann ráðleggur þeim sem nota nikótínpúða að skipta reglulega um staði í munninum og dreifa álaginu á tannholdið. „Alltaf skynsamlegt að leyfa tannholdinu aðeins að jafna sig á milli.“ Stefán segir að þó tannholdið hörfi vissulega hægar við notkun púðanna en íslenska munntóbaksins sé ekki vitað hvað slíkar slímhúðarbólgur geri líkamanum til langs tíma litið. Þó minna sé af yfirlýstum krabbameinsvaldandi efnum í nikótínpúðum geti krónísk bólga stundum aukið líkur á illkynja breytingum. „Það er svo sem eitthvað sem kemur í ljós eftir tuttugu, þrjátíu ár.“ Verstu þekktu áhrif nikótínpúðanotkunar séu þó áhrif hennar á hjarta- og æðakerfið. Samkvæmt því sem Stefán segir eykur hún blóðþrýstingin og með tímanum getur það valdið æðakölkun og haft áhrif á hjarta- og æðakerfið í heild sinni. Hann segir að nikótínpúðanotkun hafi „klárlega mikil áhrif á langlífi.“ „Menn eru farnir að tala um það að það sé mun minni líkur á að fólk þrói með sér illkynja breytingar þegar það er að nota þessa púða samanborið við reykingar. Menn gleyma svolítið að horfa á þessa hjarta- og æðasjúkdóma. Það er ekkert endilega minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum þegar fólk er að nota þessa púða miðað við reykingarnar,“ segir Stefán. Að lokum ráðleggur hann þeim sem vilja hætta að taka í vörina að besta ráðið sé að byrja á því að skipta yfir í nikótíntyggjó eða plástra. Svo reyna að trappa það niður og að lokum hætta. Nikótínpúðar Reykjavík síðdegis Tannheilsa Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8. apríl 2012 19:00 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis frá í dag segir Stefán að helsta afleiðing daglegrar nikótínpúðanotkunar sé það að tannholdið hörfi. Það geti valdið töluverðu lýti, segir hann. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar með langtímaáhrif nikótínpúðaneyslu sé þetta vandamál sem hrjáir munntóbaksnotendur í stórum stíl. Kemísk erting nikótínpúðana valdi öðruvísi skemmdum í gómnum en valdi skemmdum þó. „Menn voru náttúrlega mikið að nota þetta íslenska munntóbak og það var auðvitað mikill áverki á tannholdið. Þetta var sett í þessar sprautur og var miklu stærra um sig og grófara. Það var kannski meira áverki á tannholdið og meiri líkur á því að brjóta það niður,“ segir Stefán. „Aftur á móti valda nikótínpúðarnir miklu meiri kemískri ertingu. Maður finnur það þegar maður tekur þessa nikótínpúða í vörina að fólki svíður undan þessu og slímhúðin verður oft bólgin. Þetta veldur kannski aðeins öðruvísi áhrifum og kannski aðeins hægara niðurbroti á tannholdi en þetta veldur því samt að tannholdið hörfi með tímanum og það getur verið mjög erfitt að laga það,“ bætir hann við. Skaðinn gangi ekki tilbaka Hann segir jafnframt að dældir í tannholdinu gangi ekki tilbaka. Hægt sé að græða slímhúð annars staðar frá og setja yfir en að það sé erfitt að laga almennilega. Stefán segir einnig að það taki stundum ekki nema nokkra mánuði fyrir slíka dæld að myndast. Það fari eftir því hvernig tannhold það sé með og hvað það taki oft í vörina. Einnig spili inn í hvort það taki alltaf í vörina á sama stað eða skipti á milli svæða. „Þetta getur líka kveikt á ofnæmisviðbrögðum hjá sumum. Ég hef séð meira bera á því. Fólk fær í rauninni ofnæmisviðbrögð í varaslímhúðina og tannholdið,“ segir Stefán. Geti aukið líkur á illkynja breytingum Hann ráðleggur þeim sem nota nikótínpúða að skipta reglulega um staði í munninum og dreifa álaginu á tannholdið. „Alltaf skynsamlegt að leyfa tannholdinu aðeins að jafna sig á milli.“ Stefán segir að þó tannholdið hörfi vissulega hægar við notkun púðanna en íslenska munntóbaksins sé ekki vitað hvað slíkar slímhúðarbólgur geri líkamanum til langs tíma litið. Þó minna sé af yfirlýstum krabbameinsvaldandi efnum í nikótínpúðum geti krónísk bólga stundum aukið líkur á illkynja breytingum. „Það er svo sem eitthvað sem kemur í ljós eftir tuttugu, þrjátíu ár.“ Verstu þekktu áhrif nikótínpúðanotkunar séu þó áhrif hennar á hjarta- og æðakerfið. Samkvæmt því sem Stefán segir eykur hún blóðþrýstingin og með tímanum getur það valdið æðakölkun og haft áhrif á hjarta- og æðakerfið í heild sinni. Hann segir að nikótínpúðanotkun hafi „klárlega mikil áhrif á langlífi.“ „Menn eru farnir að tala um það að það sé mun minni líkur á að fólk þrói með sér illkynja breytingar þegar það er að nota þessa púða samanborið við reykingar. Menn gleyma svolítið að horfa á þessa hjarta- og æðasjúkdóma. Það er ekkert endilega minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum þegar fólk er að nota þessa púða miðað við reykingarnar,“ segir Stefán. Að lokum ráðleggur hann þeim sem vilja hætta að taka í vörina að besta ráðið sé að byrja á því að skipta yfir í nikótíntyggjó eða plástra. Svo reyna að trappa það niður og að lokum hætta.
Nikótínpúðar Reykjavík síðdegis Tannheilsa Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8. apríl 2012 19:00 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. 8. apríl 2012 19:00
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00