Sú besta í heimi segir að HM-titill Spánverja hafi litlu breytt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 07:30 Aitana Bonmati þykir að mati margra vera besta knattspyrnukona heims í dag. Hér er hún í landsleik með Spáni. Getty/Manu Reino Kvennafótboltinn á Spáni hefur ekki grætt neitt á heimsmeistaratitli spænska landsliðsins. Þetta er skoðun Aitana Bonmatí sem var kosin besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024 Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Bonmatí viðurkenndi í viðtali við franska stórblaðið L'Equipe að hún öfundaði ensku landsliðskonurnar yfir viðbrögðunum í Englandi efir sigur ensku stelpnanna á EM 2022. „Því miður verð ég að segja það að lítið hefur breyst hjá okkur,“ sagði Aitana Bonmatí þegar hún var spurð út í áhrifin af því að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Aitana Bonmatí atendió a L Equipe y habló alto y claro sobre todo lo que ha pasado en los últimos meses en La Roja La balón de oro se quejó por el cambio de sede en las semifinales ante Países Bajos y admite que el Mundial fue en vano pic.twitter.com/N03YkQYAJC— Diario AS (@diarioas) February 27, 2024 „Við höfum þetta frábæra dæmi með Englendingana. Þegar þær unnu Evrópukeppnina þá sáum við mikla breytingu hjá öllu hjá þeim,“ sagði Bonmatí. „Það urðu fullt af hliðarverkunum. Það komu inn fjárfestingar í deildina og það voru fullir vellir þegar enska liðið spilaði. Mig langaði í það af því að ég get ekki sagt hið sama með hlutina hér á Spáni. Það er svo mikið sem þarf að gerast hér og mér finnst eins og heimsmeistaratitillinn hafi verið fyrir lítið,“ sagði Bonmatí. „Þetta þarf að byrja á því að gera alla hluti vel. Kynna leikina almennilega, spila þá á boðlegum leikvöngum og ekki breyta um leikvang viku fyrir leikinn. Það gerir allt svo miklu flóknara fyrir stuðningsfólkið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí leggur sérstaka áherslu á það að kynningarstarfið sé ekki upp á marga fiska. „Þetta er ekki á þeim stað sem við eigum skilið,“ sagði Bonmatí. Bonmatí fékk bæði Gullhnöttinn og verðlaun FIFA sem besta knattspyrnukona heims á síðasta ári. Auk þess að verða heimsmeistari þá vann hún Meistaradeildina með Barcelona sem og alla titla í heimalandinu. Aitana Bonmatí habla en una entrevista con L'Equipe sobre si ha cambiado la situación en el fútbol femenino español tras la conquista del Mundial: "Desafortunadamente no puedo decir que haya cambiado mucho. Tenemos el ejemplo de Inglaterra y cuando ganó la Eurocopa. Hemos pic.twitter.com/kxTt6eLLSo— Era Fútbol Femenino (@Erafutbolfem) February 27, 2024
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira