Búin að jafna sig á áfallinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Sigurjón Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. „Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30