GKR gefur út nýja plötu: „Ég er ekki eins og ég var þegar ég var yngri“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 20:01 GKR skaust fyrst á sjónarsviðið árið 2016. Jói Kjartans Rapparinn GKR gaf út sína fyrstu plötu í sex ár á föstudaginn í síðustu viku. Hann vill að fólk túlki á eigin hátt um hvað platan er og það hafa tekið langan tíma að byggja upp sjálfsöryggið og viljann til þess að koma sér aftur á sjónarsviðið. Smáskífan heitir GKR 2 og er þriðja plata GKR, sem heiti réttu nafni Gaukur Grétuson. Fyrir hafði hann gefið út stuttskífuna GKR árið 2016 og „mixtape-ið“ Útrás árið 2018. Um er að ræða sex laga smáskífu með lög á borð við SNERTINGU VIÐ MIG, GERI ÞAÐ SEM ÉG VIL og ÞYKIR ÞAÐ LEITT. Þyngri tilfinningar en áður Vinsælustu lög GKR síðustu ár eru lagið Morgunmatur sem er lagið sem kom honum á sjónarsviðið og svo lagið Úff sem hann gerði með rapparanum Birni. „Ég myndi segja að þetta sé aðeins öðruvísi. Þegar maður er að skapa sjálfur þá líður manni eins og að þetta komi náttúrulega og finnur ekki mun á þessu og öðru. En ef ég er manneskja utan frá að horfa á það sem ég hef gert, myndi ég segja að þetta sé frábrugðið. Þetta er persónulegra og kannski aðeins þyngra. Aðeins þyngri tilfinningar og ég myndi segja að þetta sé meira skapandi,“ segir GKR um nýju plötuna. Plötuumslag nýju plötunnar.GKR Þurfti að finna sjálfstraustið á ný Hann segir ferlið í heild sinni hafa tekið hann sex ár en síðustu sex mánuði hefur hann einbeitt sér að því að klára þessi sex lög sem enduðu á plötunni. Mikill tími fór í að byggja upp sjálfstraust í að gefa plötuna út. „Fyrir mér var bara erfitt að koma mér í þann gír að vilja koma til baka á sjónarsviðið. Það var erfitt fyrir mér. Núna þegar ég er kominn með aðeins meira sjálfsöryggi og trú og viljann til þess, þá er það ekki það erfitt fyrir mig að vera í sviðsljósinu. Því ég hef verið í alls konar sjálfsvinnu og þannig hlutum sem er ótrúlega mikilvægt þegar fleira fólk tekur eftir manni,“ segir GKR. Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni„Það er mjög mikilvægt að vera með góðan kjarna í kringum sig. Hafa þroska og sjálfsöryggi til þess að láta ýmislegt leiða hjá sér. Hlutirnir verða stundum ruglaðir ef það er mikið í gangi tengt athygli eða hvað sem það er. Að því leytinu til þá líður mér eins og ég eigi mjög góða vini og ég veit vel hver ég er, þá er ekki erfitt fyrir mig að fara í sviðsljósið. Ég er ekki eins og ég var þegar ég var yngri. Mér finnst það ekki eins spennandi. Mig langar bara í sviðsljósið til að geta haldið áfram að gera list.“ GKR á útgáfutónleikum plötunnar.Þorri Líndal Búsettur erlendis GKR hefur búið í Bergen í Noregi síðustu þrjú ár og platan að miklu leyti unnin þar. Hann segir borgina vera algjöran draum. „Það er geggjað að taka sig út úr Íslandi. Ísland er eins og alls staðar í öllum umhverfum, þá myndast búbbla og það er gaman að fara út úr þeirri kúlu og horfa á þá kúlu annars staðar frá. Upplifa nýja menningu þó að Bergen sé svipað Íslandi að mörgu leyti,“ segir GKR. Fjöldi fólks sem kemur að plötunni Hann kom ekki einn að verkinu heldur fékk hann aðstoð hinna ýmsu tónlistarmanna við verkið, bæði frá Íslandi og Noregi. „Á Íslandi þá eru þetta Magnús Jóhann, Starri Snær, Marteinn Hjartarson, Tatjana, Bergur Einar. Hann er með trommur. Alfreð Jóhann og Kári Guðmundsson. Og svo í Noregi, þar eru tveir svona aðal framleiðendur með mér sem framleiða fjögur af sex lögum. Það er Jerry Folk og Hanz, svo er gæi sem heitir Bearson. Svo er ég með bakraddir frá listakonu sem heitir Iris og er frá Bergen,“ segir GKR. GKR ætlar sér ekki að hverfa aftur af sjónarsviðinu.Viktor Steinar Hann segir GKR vera kominn til vera og hann ætlar sér ekki að hverfa strax af sjónarsviðinu. „Það er mitt markmið og ég held að mér hafi liðið sem verst þegar ég reyndi hvað minnst að vera að skapa. Og mér líður best þegar ég er að reyna að skapa sem mest. Þannig ég dýrka að skapa og mitt markmið er að halda því áfram,“ segir GKR. Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt AHA AHA en í þetta skiptið er norski rapparinn Nossan með í för. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má horfa á hér að neðan. 27. júlí 2023 11:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Smáskífan heitir GKR 2 og er þriðja plata GKR, sem heiti réttu nafni Gaukur Grétuson. Fyrir hafði hann gefið út stuttskífuna GKR árið 2016 og „mixtape-ið“ Útrás árið 2018. Um er að ræða sex laga smáskífu með lög á borð við SNERTINGU VIÐ MIG, GERI ÞAÐ SEM ÉG VIL og ÞYKIR ÞAÐ LEITT. Þyngri tilfinningar en áður Vinsælustu lög GKR síðustu ár eru lagið Morgunmatur sem er lagið sem kom honum á sjónarsviðið og svo lagið Úff sem hann gerði með rapparanum Birni. „Ég myndi segja að þetta sé aðeins öðruvísi. Þegar maður er að skapa sjálfur þá líður manni eins og að þetta komi náttúrulega og finnur ekki mun á þessu og öðru. En ef ég er manneskja utan frá að horfa á það sem ég hef gert, myndi ég segja að þetta sé frábrugðið. Þetta er persónulegra og kannski aðeins þyngra. Aðeins þyngri tilfinningar og ég myndi segja að þetta sé meira skapandi,“ segir GKR um nýju plötuna. Plötuumslag nýju plötunnar.GKR Þurfti að finna sjálfstraustið á ný Hann segir ferlið í heild sinni hafa tekið hann sex ár en síðustu sex mánuði hefur hann einbeitt sér að því að klára þessi sex lög sem enduðu á plötunni. Mikill tími fór í að byggja upp sjálfstraust í að gefa plötuna út. „Fyrir mér var bara erfitt að koma mér í þann gír að vilja koma til baka á sjónarsviðið. Það var erfitt fyrir mér. Núna þegar ég er kominn með aðeins meira sjálfsöryggi og trú og viljann til þess, þá er það ekki það erfitt fyrir mig að vera í sviðsljósinu. Því ég hef verið í alls konar sjálfsvinnu og þannig hlutum sem er ótrúlega mikilvægt þegar fleira fólk tekur eftir manni,“ segir GKR. Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni„Það er mjög mikilvægt að vera með góðan kjarna í kringum sig. Hafa þroska og sjálfsöryggi til þess að láta ýmislegt leiða hjá sér. Hlutirnir verða stundum ruglaðir ef það er mikið í gangi tengt athygli eða hvað sem það er. Að því leytinu til þá líður mér eins og ég eigi mjög góða vini og ég veit vel hver ég er, þá er ekki erfitt fyrir mig að fara í sviðsljósið. Ég er ekki eins og ég var þegar ég var yngri. Mér finnst það ekki eins spennandi. Mig langar bara í sviðsljósið til að geta haldið áfram að gera list.“ GKR á útgáfutónleikum plötunnar.Þorri Líndal Búsettur erlendis GKR hefur búið í Bergen í Noregi síðustu þrjú ár og platan að miklu leyti unnin þar. Hann segir borgina vera algjöran draum. „Það er geggjað að taka sig út úr Íslandi. Ísland er eins og alls staðar í öllum umhverfum, þá myndast búbbla og það er gaman að fara út úr þeirri kúlu og horfa á þá kúlu annars staðar frá. Upplifa nýja menningu þó að Bergen sé svipað Íslandi að mörgu leyti,“ segir GKR. Fjöldi fólks sem kemur að plötunni Hann kom ekki einn að verkinu heldur fékk hann aðstoð hinna ýmsu tónlistarmanna við verkið, bæði frá Íslandi og Noregi. „Á Íslandi þá eru þetta Magnús Jóhann, Starri Snær, Marteinn Hjartarson, Tatjana, Bergur Einar. Hann er með trommur. Alfreð Jóhann og Kári Guðmundsson. Og svo í Noregi, þar eru tveir svona aðal framleiðendur með mér sem framleiða fjögur af sex lögum. Það er Jerry Folk og Hanz, svo er gæi sem heitir Bearson. Svo er ég með bakraddir frá listakonu sem heitir Iris og er frá Bergen,“ segir GKR. GKR ætlar sér ekki að hverfa aftur af sjónarsviðinu.Viktor Steinar Hann segir GKR vera kominn til vera og hann ætlar sér ekki að hverfa strax af sjónarsviðinu. „Það er mitt markmið og ég held að mér hafi liðið sem verst þegar ég reyndi hvað minnst að vera að skapa. Og mér líður best þegar ég er að reyna að skapa sem mest. Þannig ég dýrka að skapa og mitt markmið er að halda því áfram,“ segir GKR.
Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt AHA AHA en í þetta skiptið er norski rapparinn Nossan með í för. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má horfa á hér að neðan. 27. júlí 2023 11:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frumsýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt AHA AHA en í þetta skiptið er norski rapparinn Nossan með í för. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má horfa á hér að neðan. 27. júlí 2023 11:30