Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2024 21:03 Heimaey VE-1, skip Ísfélagsins, kannar núna hugsanlega loðnugöngu undan Vestfjörðum. Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun eru um borð. Vilhelm Gunnarsson Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. Loðnubrestur virtist blasa við þennan veturinn eftir að stefndi í að loðnuleitinni, sem hrundið var af stað í síðustu viku, lyki í dag án árangurs. En núna hefur vaknað smávon eftir þessar nýjustu vendingar, en greint var frá þeim í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta er þriðja loðnuleitin sem Hafrannsóknastofnun og útgerðirnar standa fyrir frá áramótum. Tvö skipanna, Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak, luku leit undan Suðausturlandi í byrjun vikunnar en fundu aðeins litla loðnugöngu. Þessar byggðir eiga mest undir loðnuveiðum og vinnslu loðnu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vonin var bundin við að þriðja skipið, Heimaey, myndi finna stóra torfu undan Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Sú von brást og Heimaey, með fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar um borð, fann heldur ekkert við hafísjaðarinn undan Vestfjörðum. Loðnuleitinni var í raun lokið í morgun og Heimaey á siglingu undan miðjum Breiðafirði áleiðis til heimahafnar þegar Hafrannsókastofnun ákvað síðdegis að snúa skipinu við. Ástæðan er sú að línubátur að veiðum á Víkurál undan Patreksfirði tilkynnti um loðnutorfu og að þorskur þar væri kjaftfullur af loðnu. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar.Sigurjón Ólason Að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings og verkefnisstjóra loðnuleitarinnar, er vonin sú að hér geti verið svokölluð vestanganga á ferðinni, sem gerist af og til. Hann segir vonina þó veika um að þarna sé nægilegt magn af loðnu á ferð til að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar. Það skýrist betur þegar búið verður að mæla loðnugönguna, væntanlega um miðjan dag á morgun. Loðnan hefur verið næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Miklir hagsmunir eru í húfi, einkum fyrir þær byggðir þar sem loðnuvinnsla er stunduð. Loðnan gaf í fyrra um sextíu milljarða króna útflutningsverðmæti og um fimmtíu milljarða króna árið áður. Yfirvofandi loðnubrestur yrði því áfall fyrir þjóðarbúið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Efnahagsmál Tengdar fréttir Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Loðnubrestur virtist blasa við þennan veturinn eftir að stefndi í að loðnuleitinni, sem hrundið var af stað í síðustu viku, lyki í dag án árangurs. En núna hefur vaknað smávon eftir þessar nýjustu vendingar, en greint var frá þeim í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta er þriðja loðnuleitin sem Hafrannsóknastofnun og útgerðirnar standa fyrir frá áramótum. Tvö skipanna, Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak, luku leit undan Suðausturlandi í byrjun vikunnar en fundu aðeins litla loðnugöngu. Þessar byggðir eiga mest undir loðnuveiðum og vinnslu loðnu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vonin var bundin við að þriðja skipið, Heimaey, myndi finna stóra torfu undan Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Sú von brást og Heimaey, með fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar um borð, fann heldur ekkert við hafísjaðarinn undan Vestfjörðum. Loðnuleitinni var í raun lokið í morgun og Heimaey á siglingu undan miðjum Breiðafirði áleiðis til heimahafnar þegar Hafrannsókastofnun ákvað síðdegis að snúa skipinu við. Ástæðan er sú að línubátur að veiðum á Víkurál undan Patreksfirði tilkynnti um loðnutorfu og að þorskur þar væri kjaftfullur af loðnu. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar.Sigurjón Ólason Að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings og verkefnisstjóra loðnuleitarinnar, er vonin sú að hér geti verið svokölluð vestanganga á ferðinni, sem gerist af og til. Hann segir vonina þó veika um að þarna sé nægilegt magn af loðnu á ferð til að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar. Það skýrist betur þegar búið verður að mæla loðnugönguna, væntanlega um miðjan dag á morgun. Loðnan hefur verið næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Miklir hagsmunir eru í húfi, einkum fyrir þær byggðir þar sem loðnuvinnsla er stunduð. Loðnan gaf í fyrra um sextíu milljarða króna útflutningsverðmæti og um fimmtíu milljarða króna árið áður. Yfirvofandi loðnubrestur yrði því áfall fyrir þjóðarbúið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Efnahagsmál Tengdar fréttir Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40