Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2024 21:06 Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Börnin heita, talið frá vinstri: Vilhjálmur Bjarnason, Rakel Arna Ólafsdóttir, Indíana Gyða Gunnarsdóttir, Arnar Valur Guðmundsson og Þórdís Ella Böðvarsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri. Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu
Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira