Tekur góðu kaflana með í næsta leik: „Fullt af köflum sem voru flottir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 22:02 Arnar Pétursson segir að íslenska liðið geti tekið ýmislegt með sér í seinni leikinn gegn Svíum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að lokatölurnar í 13 marka tapi Íslands gegn Svíum í undankeppni EM 2024 gefi ekki rétta mynd af leiknum sem spilaður var. „Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46