Cristiano Ronaldo í bann fyrir klúra látbragðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 06:31 Cristiano Ronaldo missir af næsta leik Al Nassr vegna hegðunar sinnar eftir síðasta leik. Getty/ Yasser Bakhsh Portúgalinn Cristiano Ronaldo var i gær dæmdur í eins leiks bann fyrir „fagnaðarlæti“ sín eftir síðasta leik Al Nassr í sádi-arabísku deildinni. Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti