Fótboltinn er að „drepa vöruna sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 09:00 Kevin De Bruyne meiddist eftir aðeins hálftíma leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrravor. Getty/ Jose Breton Mikið leikjaálag á bestu fótboltamönnum heims er ofarlega í huga framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna á Englandi, PFA. Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira