„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 08:01 Dagur Sigurðsson á ærið verk fyrir höndum en honum er ætlað að koma Króatíu aftur í fremstu röð. Instagram/@hrs_insta Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira