Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Samninganefndir breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá karphúsinu og förum yfir nýjustu vendingar.

Altjón er á um sjötíu eignum í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarna mánuði. Flest öll húsin er á sprungusvæðum sem liggja þvert yfir bæinn. Við kíkjum í vaktherbergið á Veðurstofunni þar sem grannt er fylgst með öllum mælum og ræðum við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í beinni.

Við sjáum einnig myndir frá útför Alexei Navalní og förum á mótmæli vegna stöðunnar á Gasa á Austurvelli í dag. Þar að auki kíkjum við í júróvisíon-leikfimi á Hrafnistu og verðum í beinni frá Ísafirði þar sem verið er að kynna dagskrá Aldrei fór ég suður hátíðarinnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×