Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 07:01 Danijel Dejan Djuric var frábær þegar Víkingur rúllaði Bestu deildinni upp á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar Sjá meira