Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2024 08:56 Myndband Þrastar hefur vakið athygli. Tæplega tíu þúsund áhorf eru á því. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01