Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Vinstri græn dyttu af þingi yrði gengið til kosninga í dag samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Þá verður rætt við rektor háskólans á Bifröst en tekin var ákvörðun um það í gær að hætta innheimtu skólagjalda við háskólann. Rektor segir mikilvægt að nemendur geti valið nám óháð fjárhag en hingað til hefur fullt meistaranám við skólann kostað hálfa milljón.

Og við lítum við á Mývatni þar sem árviss Vetrarhátíð fer fram þessa helgi. Ýmislegt stendur þar gestum til boða, svo sem sleðahundakeppni, reiðkeppni á ísilögðu Mývatni og dorgveiði. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×